Já Gagnatorg

Fyrirtæki geta tengt eigin hugbúnaðarlausnir og tölvukerfi við fjölbreyttar API þjónustur í gegnum Já Gagnatorg. Við bjóðum upp á ýmsar þjónustuleiðir og 30 daga prufuaðgang til fyrirtækja sem vilja máta vefþjónustuna við sínar þarfir.

Öll fyrirtæki sem á einhvern hátt notast við upplýsingakerfi í sínum rekstri geta nýtt sér þjónustuna og þannig sparað tíma og kostnað við að viðhalda gögnum.

 

Þjónustur

Símaskrá

Miðlun upplýsinga úr gagnagrunni Já.is í rauntíma.
Full þjónusta

Veitir aðgang að öllum upplýsingum sem birtar eru við leit á Já.is.

Grunnþjónusta

Við köllum þessa þjónustu stundum „Númer og Nafn“ og hún hentar t.d. vel í símkerfi fyrirtækja þar sem starfsmenn þurfa að vita hver er að hringja.

Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá*

Miðlun upplýsinga um einstaklinga úr þjóðskrá og fyrirtæki úr fyrirtækjaskrá.
Fullur aðgangur

Veitir aðgang að heildarskrá og berast uppfærslur á heildarskránni daglega.

Uppflettiaðgangur

Aðgangur að uppflettingum úr þjóðskrá og fyrirtækjaskrá þar sem greitt er fyrir hverja flettingu.

* Í sumum tilfellum þarf að ganga frá samning við Þjóðskrá Íslands og/eða Ríkisskattstjóra um afnot gagna.

 

Viðbótarþjónusta

Hnit

Hnit úr staðfangaskrá fylgja með heimilisföngum.

Vefviðmót

Fyrirtæki geta nýtt sér tilbúið vefviðmót til uppflettingar í þjóð- og fyrirtækjaskrá.
 

Dæmi um fyrirspurnir

 

Einföld fyrirspurn

Einfalt er að framkvæma leitir með Já vefþjónustunni. Með að tiltaka q parameterinn gerir maður fyrirspurn sem svarar til leitar á Já.is

https://api.ja.is/search/v6/?q=matur

Þetta dæmi skilar sambærilegum niðurstöðunm og ef þú myndir leita að matur á Já.is eða í Já appinu. Sjá nánar um requests hér.

Flóknari leitir

Ef þú ert að leita að ostborgara, beikonborgara eða bara borgara geturu notað stjörnulokun

*borgari

Hægt er að nota ? á sama hátt nema fyrir 1 og aðeins 1 staf. Ef þú vilt leita af öllum læknum sem heita annað hvort Jón eða Gunna þá er hægt að nota

(Jón OR Gunna) AND læknir

Þessir leitarstrengir eru þá settir inn fyrir q parameterinn. Sjá nánar um wildcards hér.

Sía niðurstöður

Hægt er að sía niðurstöður á marga vegu. Til að mynda er hægt að tilgreina nákvæm hnit fyrir allar niðurstöður

https://api.ja.is/search/v6/?q=matur&west=-21.926686&east=-21.838508&south=64.123039&north=64.147390

Einnig er hægt að velja svæði af skilgreindum lista, þar má til dæmis nefna Reykjavík, Kópavogur, Reykjanes og fl. Sjá nánar um síur hér.

Já Gagnatorg veitir forskot

Við tökum gögn frá þjóðskrá og fyrirtækjaskrá og vinnum þau áður en þeim er miðlað til viðskiptavina. Með því móti verða gögnin áreiðanlegri og samræmdari, án þess að gerðar séu breytingar á innihaldi gagnanna.

Helstu kostir þjónustunnar:
  • Rétt gögn eru aðgengileg á rauntíma
  • Vefþjónustan er aðgangsstýrð og samskipti dulkóðuð
  • Sparar tíma í innslætti og uppflettingu
  • Lágmarkar villur í innslætti og uppflettingu
  • Framsetning gagna inni í vinnuumhverfi starfsmanna

Hjá Já starfar öflugur hópur ráðgjafa sem er reiðubúinn að aðstoða ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi Já Gagnatorg.

Verðskrá

Símaskrá
Grunnþjónusta Full þjónusta
Mánaðargjald 2.700 kr. 2.700 kr.
Verð pr. uppflettingu 1 kr. 9 kr.
Viðbótarþjónusta
Mánaðargjald
Hnit 5.000 kr.
Vefviðmót 5.000 kr.
Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá
Uppflettiaðgangur Fullur aðgangur
Mánaðargjald 1.050 kr. 7.500 kr.
Verð pr. uppflettingu
Þjóðskrá Fyrirtækjaskrá
Grunnskrá 12 kr. 12 kr.
Viðbótarupplýsingar 17 kr. 15 kr.
 

Skjölun

 

Símaskrá

Skoða

Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá

Skoða