Já Gagnatorg

Fyrirtæki geta tengt eigin hugbúnaðarlausnir og tölvukerfi við fjölbreyttar API þjónustur í gegnum Já Gagnatorg. Við bjóðum upp á ýmsar þjónustuleiðir og 30 daga prufuaðgang til fyrirtækja sem vilja máta vefþjónustuna við sínar þarfir.

Öll fyrirtæki sem á einhvern hátt notast við upplýsingakerfi í sínum rekstri geta nýtt sér þjónustuna og þannig sparað tíma og kostnað við að viðhalda gögnum.

Ókeypis prufuaðgangur

Já Gagnatorg veitir forskot

Við tökum gögn frá þjóðskrá og fyrirtækjaskrá og vinnum þau áður en þeim er miðlað til viðskiptavina. Með því móti verða gögnin áreiðanlegri og samræmdari, án þess að gerðar séu breytingar á innihaldi gagnanna.

Hjá Já starfar öflugur hópur ráðgjafa sem er reiðubúinn að aðstoða ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi Já Gagnatorg.

Hafa samband

Rétt gögn eru aðgengileg á rauntíma

Vefþjónustan er aðgangsstýrð og samskipti dulkóðuð

Sparar tíma og lágmarkar villur í innslætti og uppflettingu

Framsetning gagna inni í vinnuumhverfi starfsmanna

Símaskrá

Miðlun upplýsinga úr gagnagrunni Já.is í rauntíma.

Grunnþjónusta

Við köllum þessa þjónustu stundum „Númer og Nafn“ og hún hentar t.d. vel í símkerfi fyrirtækja þar sem starfsmenn þurfa að vita hver er að hringja.
Mánaðargjald
3.590 kr.
Verð pr. uppflettingu
1 kr.

Full þjónusta

Veitir aðgang að öllum upplýsingum sem birtar eru við leit á Já.is.
Mánaðargjald
3.590 kr.
Verð pr. uppflettingu
11 kr.

Viðbótarþjónusta

Hnit
Hnit úr staðfangaskrá fylgja með heimilisföngum
Mánaðargjald
6.500 kr.

Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá*

Miðlun upplýsinga um einstaklinga úr þjóðskrá og fyrirtæki úr fyrirtækjaskrá.

Uppflettiaðgangur

Aðgangur að uppflettingum úr þjóðskrá og fyrirtækjaskrá þar sem greitt er fyrir hverja flettingu.
Mánaðargjald
1.890 kr.
Grunnskrá
Verð pr. uppflettingu
14 kr.
Viðbótarupplýsingar úr þjóðskrá
Verð pr. uppflettingu
21 kr.

Fullur aðgangur

Veitir aðgang að heildarskrá og berast uppfærslur á heildarskránni daglega.
Mánaðargjald
14.900 kr.

Ekkert gjald er fyrir uppflettingar

Viðbótarþjónusta

Vefviðmót
Fyrirtæki geta nýtt sér tilbúið vefviðmót til uppflettingar í þjóðskrá.
Mánaðargjald
6.900 kr.

* Í sumum tilfellum þarf að ganga frá samning við Þjóðskrá Íslands og/eða Ríkisskattstjóra um afnot gagna.

Algengar fyrirspurnir

Dæmi um algengar fyrirspurnir um aðgerðir í  Já Gagnatorgi

Einföld fyrirspurn
Flóknari leitir
Sía niðurstöður

Nánari upplýsingar

Til þess að fá frekari upplýsingar eða aðstoð getur þú haft samband við viðskiptastjóra okkar á gagnatorg@ja.is